Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands
Réttindagátt er mínar síður fyrir einstaklinga og heldur utan um og birtir upplýsingar og réttindi um sjúkratryggingar. Í Réttindagáttinni geta einstaklingar m.a. fengið upplýsingar um:
-
Læknisþjónustu - afsláttarkort
-
Lyfjakaup – þrepastaða og lyfjaskírteini
-
Hjálpartæki og næringarefni
-
Sótt um ES kort og bráðabirgðakort
-
Persónuafsláttur, rafræn skráning á ráðstöfun (skattkort)
-
Auk þess að hægt er að sjá greiðsluskjöl og viðskiptayfirlit vegna sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatryggingar.
Þá er einnig hægt að skrá heimilistannlækni fyrir börn sín í gáttinni.
Réttindagáttin er í stöðugri þróun og munu nýjar þjónustur bætast við í náinni framtíð.
Leiðbeiningar um innskráningu og notkun á Réttindagátt:
Aðgangur að Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands er í gegnum auðkenningu á Island.is. Notendur geta auðkennt sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Sjá nánar á islykill.is og skilriki.is.
Réttindagátt Sjúkratrygginga er varin með SSL og öll samskipti á vefnum eru því dulkóðuð. Þegar notandi skráir sig inn þá breytist vefslóðin úr http í https. Í vefskoðaranum má einnig sjá lokaðan hengilás sem er til marks um að vefsíðan sé örugg.
Hvernig skoða ég og breyti skráningu á heilsugæslustöð?
Í Réttindagátt gefst sjúkratryggðum einstaklingum kostur á að skrá sig á heilsugæslustöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni. Þar er einnig hægt að sjá á hvaða stöð eða hjá hvaða lækni viðkomandi er skráður. Sjá frekari leiðbeiningar hér.